Whiskey-kynning & Smáréttir
Einstök upplifun fyrir whiskey-unnendur 13. og 27. febrúar.
Komdu með okkur í ferðalag um heiminn! Við heimsækjum Bandaríkin, Skotland og Írland og kynnum okkur whiskey frá mismunandi löndum og svæðum. Snorri Guðvarðsson mun leiða þig í gegnum heimsins bestu bragðtegundir og segja frá sérkennum og sögum þeirra. Hver tegund verður pöruð við vandlega valda smárétti sem bæta upplifunina enn frekar. Að lokum er opin umræða þar sem hægt er að spyrja Snorra spurninga.
Takmörkuð sæti: Aðeins 15 pláss.
Verð: 13.900 kr. á mann
Bóka pláss